Quantcast
Channel: Jónas Kristjánsson » Kaupmannahöfn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7

H. Danmörk

$
0
0

Danmerkurhringur

Ef við höfum nægan tíma, til dæmis viku, getum við kannað aðdráttarafl sveitanna að baki borginni, ræturnar, sem stórborgarstilkur Kaupmannahafnar rís upp af. Við getum heimsótt gamla kastala og kirkjur og þorp og sveitir, sem hafa ræktað danska “huggu” um aldir. Ef börn eru með í ferð, er auðvelt að láta leiðina liggja um opna dýragarða og Legoland.

Hér er stungið upp á 900 km akstri og fjórum ferjuleiðum um Danmörku. Það felur í sér rólegar, 130 km dagleiðir með nægum tíma til skoðunar og hvíldar. Með meiri flýti má fara þessa hringleið á færri dögum, sérstaklega ef við veljum og höfnum úr því, sem hér verður boðið á næstu síðum.

Køge marked, Sjælland

Køge marked

Køge

Fyrst pöntum við hótel ferðarinnar og leggjum síðan um níuleytið af stað í bílaleigubíl frá gististað okkar í Kaupmannahöfn. Leiðin liggur suður eftir A2/E4  38 km til bæjarins Køge, þar sem við fylgjum vegvísum til bæjarmiðju, unz við komum að aðaltorginu, Torvet. Þar getum við staðnæmzt og ef til vill keypt vistir á torgmarkaðinum.

Á torginu og tveimur strætum, sem liggja að því, Kirkestræde og Vestergade, eru nokkur bindingshús frá 16. öld. Í Kirkestræde má líka líta Sankt Nicolaj kirkju frá 17. öld. Úr turni hennar fylgdist Christian V með sjóorrustu Dana og Svía á Køge-flóa 1677.

Þetta er stutt kynning á því, sem koma skal í þessari ferð, svo að við skellum okkur af stað til Vordingborg á venjulega veginum, ekki hraðbrautinni A2/E4. Eftir um 20 km komum við að síðara skiltinu af tveimur, sem vísa veginn til Haslev til hægri. Við beygjum þar, ef við viljum sjá sveitasetrin Bregentved og Gisselfeld. Að öðrum kosti höldum við áfram og höfum auga með vegvísi til Næstved, 5 km sunnar.

Frá áðurnefndum vegamótum eru 2 km að svifstíls-setrinu Bregentved. Hinn stóri garður þess, með tjörnum og blómabeðum, trjágöngum og víðáttumiklum túnum, er opinn almenningi miðvikudaga, sunnudaga og helgidaga, án aðgangseyris.

Eftir 2 km í viðbót beygjum við til vinstri að endurreisnarhöllinni Gisselfeld, sem var byggð 1547 sem kastali, umkringdur síki. Líka þar er fallegur garður, sem er opinn almenningi.

Á sömu leið komum við brátt að vegvísinum til Næstved. Þegar við höfum farið hjá Holme-Olstrup, beygjum við til hægri að Holmegård gleriðjunni, þar sem dýrasta gler er handblásið eftir hefðbundnum leiðum. Holmegård er ein frægasta gleriðja Danmerkur og sennilega hin bezta, stofnuð 1825.

Næstved

Við setjum bílinn í gang og höldum sem leið liggur allt til Næstved. Þegar við komum að bænum, förum við nokkur hundruð metra krók til gamla klaustursins Herlufsholm, sem er frá 1560. Þar er merkust 12. aldar kirkjan, sem enn ber 13. aldar svip, opin 11-17 á sumrin, 12-14 á veturna.

Nú er kominn tími til hádegisverðar. Við förum beint inn í bæjarmiðju í Næstved og leggjum bílnum undir hæðinni, þar sem rís Sankt Pederskirke, stærsta kirkja Danmerkur í gotneskum stíl, frá 13. og 14. öld. Við göngum upp á kirkjutorgið og förum beint í hádegismat á hótel Vinhuset, Sankt Peders Kirkeplads. Við höfum lagt 59 km að baki frá Køge.

Eftir mat og langvinnt kaffi röltum við út á hitt kirkjutorgið, Akseltorv, förum um Torvestræde til Sankt Mortenskirke frá 12. öld. Þaðan förum við eftir Riddergade, sem ber endurreisnarsvip, vörðuð bindingshúsum frá 1500. Til baka förum við Købmagergade og Sankt Peders Kirkeplads, framhjá gömlu prestssetri frá 1450 og bæjarsafninu, að bílnum.

Næstu skref

Viewing all articles
Browse latest Browse all 7